Hybrid Hosting

Ný heimasíða og nýtt útlit fyrir Hybrid Hosting

Vandamálið

Hybrid Hosting er hýsingarfyrirtæki frá Bandaríkjunum sem sérhæfir sig í leikjahýsingum ásamt leigu á netþjónum og uppsetningu á sérsniðnum netþjónum. Fyrirtækið leitaði til okkar fyrir ráðgjöf um vefsíðu sína sem hafði verið hýst og hönnuð með Wix.com vefsíðugerðarforritinu. Þeim hafði langað að skipta út vefsíðunni fyrir einhvað nýrra og betra í útliti í dágóðan tíma en fundu aldrei tímann til þess að gera það almennilega. Þegar að þeir loksins leituðu til okkar ráðlögðum við þeim hver næstu skref þeirra ættu að vera og buðumst til þess að hanna og setja saman síðuna fyrir þá, sem að þeir vildu gjarnan.

Nýja síðan var hönnuð og sett up sérstaklega til þess að bæta frammistöðu vefsíðunnar í eftirfarandi flokkum:

- Skilvirkni: minnka prósentu þeirra sem heimsækja vefsíðuna en kaupa ekki neitt.

- Hraði: hleðslutími undirsíðna á vefsíðunni ásamt hleðslutíma heimasíðunnar.

- Útlit: betrumbæta útlit fyrrverandi vefsíðunnar og taka það með í reikninginn við smíði nýju síðunnar.

Lausnin okkar

Samkvæmt þeim lýsingum sem við fengum frá Hybrid var ljóst að verkefnið myndi krefjast vefhönnunar. Okkar besti vefhönnuður og vefforritari var settur í málið og kom með þá hönnun sem nú má sjá á vefsíðu þeirra hjá Hybrid.

Frá fyrsta degi við vinnu á verkefninu var sett up hönnunarkerfi sem farið er eftir á hverri síðu en þetta hönnunarkerfi hefur áhrif á jöfnun, leturgerð, leturstærð, forgrunnsliti, bakgrunnsliti, og sniðmát.

Hönnunarkerfið er einfalt og fylgir meðal annars þeirri reglu að nota einfalda for- og bakgrunnsliti og að nota einungis þá liti sem urðu fyrir valinu og ekki að víkja of langt frá reglunni. Auk þess er passað að leturstærð sé jöfn fyrir mismunandi not texta, t.d. fyrir titla, undirtitla, málsgreinar, fyrirsagnir, undirsagnir, o.fl. ásamt hárnákvæmri jöfnun, eða millibili milli síðuhluta, sem gefur síðunni pláss til þess að "anda" í huga notenda þegar að þeir virða fyrir sér útlitið.

Aukaþjónusta

Aðeins meira en bara vefsíða

Vefhýsing

Viðskiptavinir sem kaupa af okkur vefsíður njóta afsláttar á hýsingu á vefsíðu sinni hér á Íslandi þannig að hún hleðst hratt og snögglega fyrir notendur hérlendis.

Langtíma þjónusta

Með vefsíðunni þinni er Northlayer til staðar allt árið fyrir breytingar og bætingar. Hringdu bara í síma 537-6900 eða sendu skeyti á [email protected] og fáðu aðstoð strax.

Einfalt bakendakerfi

Þú þarft ekki MSc. til þess að stjórna vefsíðunni þinni. Hægt er að breyta, eyða, bæta og færa texta, myndir og margskonar efni með bakendakerfum e.o. Contentful, WordPress og React Bricks.

Hraðskreiður kóði

Allar vefsíður og verkefni úr vefstofu Northlayer eru forritaðar í hágæða og nútíma forritunartungumálum sem leggja mikla áhærslu á hraða. Þetta eru t.d. tungumál eins og Next.js React og Vue.js.

Vilt þú þína eigin vefsíðu?

Talaðu við sérfræðinga okkar og fáðu tilboð. Engin feimni, við bítum ekki!

Logo

Northlayer er að koma með góða vefhönnun og ódýra hýsingu til Íslands. Við viljum bæta það sem má bæta og lækka reikninga þar sem þá má lækka.

© 2023 Northlayer ehf.

Ægisíðu 62,
107 Reykjavík

Kt. 660722-1140

VSK nr. 145748

Northlayer ehf er einkahlutafélag skráð á Íslandi. Félagið ber kennitölu 660722-1140 og er skráð fyrir virðisaukaskatti á VSK nr. 145748. Öll vörumerki birt á þessari síðu eru eign eigenda þeirra og birting þeirra á þessari vefsíðu samsvarar ekki stuðningi þeirra af hendi Northlayer ehf, dótturfélaga þess eða tengdra félaga.