Þegar við heyrðum það að Dictum Ræsting þurfti nýja vefsíðu til þess að skipa út fyrir gömlu, óvirku síðuna þá fórum við strax í málið. Við mættum til þeirra í höfuðstöðvar þeirra og gáfum þeim kynningu á því sem við gætum gert og sýndum þeim kynningarútgáfu á nýrri hönnun fyrir vefsíðuna þeirra. Þeir sögðust hafa verið í vandamálum með það að fá jafnvel bara verðtilboð frá sumum stærri vefstofunum og þau tilboð sem þeir fengu frá hinum smærri voru óraunverulegar eða okur. Ein fór svo langt að rukka heilann klukkutíma fyrir uppsetningu á Google Analytics, einhvað sem gera má á einu korteri.
Þeim hjá Dictum leist mjög vel á kynninguna okkar og gaf okkur frekari upplýsingar um það sem þeir vildu fá út úr vefsíðunni sinni. Við byrjuðum strax að vinna við verkefnið og minna en mánuði seinna skiluðum við af okkur fullkláraðri vefsíðu með Contentful bakenda og fullri þýðingu á ensku og íslensku.
Samkvæmt þeim lýsingum sem við fengum frá Dictum var ljóst að verkefnið myndi krefjast vefhönnunar. Okkar besti vefhönnuður og vefforritari var settur í málið og kom með þá hönnun sem nú má sjá á vefsíðu Dictum.
"Hönnunarmálið" er einfalt og fylgir þeirri reglu að nota aðeins nokkra einfalda liti sem best lýsa fyrirtækinu. Græni liturinn er forgrunnur félagssins í heild sinni og merkir umhverfisvæna nálgun félagsins að þrifnaði. Hvíti liturinn sem notaður er í bakgrunni var valinn vegna þess að hann merkir þrif og hreint umhverfi en grái liturinn sem notaður er inn á milli er einmitt millipunkturinn milli þrifnaðar og óhreinleika.
Vefhýsing
Viðskiptavinir sem kaupa af okkur vefsíður njóta afsláttar á hýsingu á vefsíðu sinni hér á Íslandi þannig að hún hleðst hratt og snögglega fyrir notendur hérlendis.
Langtíma þjónusta
Með vefsíðunni þinni er Northlayer til staðar allt árið fyrir breytingar og bætingar. Hringdu bara í síma 537-6900 eða sendu skeyti á [email protected] og fáðu aðstoð strax.
Einfalt bakendakerfi
Þú þarft ekki MSc. til þess að stjórna vefsíðunni þinni. Hægt er að breyta, eyða, bæta og færa texta, myndir og margskonar efni með bakendakerfum e.o. Contentful, WordPress og React Bricks.
Hraðskreiður kóði
Allar vefsíður og verkefni úr vefstofu Northlayer eru forritaðar í hágæða og nútíma forritunartungumálum sem leggja mikla áhærslu á hraða. Þetta eru t.d. tungumál eins og Next.js React og Vue.js.
Talaðu við sérfræðinga okkar og fáðu tilboð. Engin feimni, við bítum ekki!
Northlayer er að koma með góða vefhönnun og ódýra hýsingu til Íslands. Við viljum bæta það sem má bæta og lækka reikninga þar sem þá má lækka.
© 2023 Northlayer ehf.
Ægisíðu 62,
107 Reykjavík
Kt. 660722-1140
VSK nr. 145748
Vörur & þjónusta
Mikið skoðaðar bloggfærslur
Northlayer ehf er einkahlutafélag skráð á Íslandi. Félagið ber kennitölu 660722-1140 og er skráð fyrir virðisaukaskatti á VSK nr. 145748. Öll vörumerki birt á þessari síðu eru eign eigenda þeirra og birting þeirra á þessari vefsíðu samsvarar ekki stuðningi þeirra af hendi Northlayer ehf, dótturfélaga þess eða tengdra félaga.