DNS Hýsing

Ódýr DNS hýsing sem styður allar DNS færslur og svarar nálægt notendum þínum.

Góður staður fyrir lénin þín

Lén eru fasteignar internetissins. Af hverju að hýsa þau hjá lélegum eða leiðinlegum þjónustuveitum?

DNS hýsing Northlayer er aukajónusta sem Northlayer býður núverandi sem nýjum viðskiptavinum. Þjónustan gerir þér kleift að setja up DNS færslur til þess að beina léni að annri vefhýsingarþjónustu, tölvupóstshýsingu, og fleiru. Þjónustan býður endurbætur á núverandi DNS kerfum sem ýmsir lénaskráningaraðilar bjóða með þjónustu sinni, þar með talið betri svartími á heimsvísu og fleiri studdar DNS færslur.

DNS hýsing okkar er enn í þróun, en núverandi kúnnar og áhugasamir geta fengið aðgang að forprufu til þess að prófa kerfið áður en almenn prufa hefst. Hafðu samband við okkur ef þú hefur áhuga.

Þjónustan er krafin af anycast neti okkar sem byggir á þjónustu sem veitt er af ýmsum þjónustuaðilum á heimsvísu sem bjóða hýsingu frá ýmsum mismunandi stöðum á jörðu. Á þessari hýsingu keyrum við svo dreifslukerfi okkar sem gerir viðskiptavinum kleift að uppfæra eða bæta við DNS færslu og aðeins sekúndum seinna er hún uppfærð á heimsvísu og dreifing byrjuð til allra notenda. Auðvitað hýsum við líka útgáfu af dreifikerfinu hér á Íslandi sem passar að beiðnum sé svarað á lágum tíma hérlendis. Að þessu sögðu þá er gott að bæta við að allar færslur eru geymdar á öruggan hátt hér á Íslandi og svo dreift um heiminn tímabundið.

Til viðbótar við þetta þá bjóðum við einnig þjónustu þar sem að svara má DNS beiðni með mismunandi svörum eftir því frá hvaða landi beiðnin var send frá. Þetta opnar fyrir ýmsa möguleika eins og að nýta sér möguleika anycast kerfa án þess að setja eitt upp sjálfur, t.d. fyrir afhendingu efnis á heimsvísu.

Góður kostur í DNS þjónustu

Kjarnavaran okkar

DNS beiðnum svarað á heimsvísu

Anycast netið okkar sem keyrir DNS hýsinguna okkar er stillt til þess að svara beiðnum frá fjölmörgum stöðum í heiminum sem minnkar beiðnistíma notenda þinna.

Ótakmarkaðar færslur

Við krefjumst þess ekki að þú borgir fyrir auka færslur. DNS færslur eru bara texti og taka ekki það mikið pláss. Því færð þú eins margar færslur og þú þarft.

Allar færslur studdar

Við styðjum allar DNS færslur sem til eru í dag. Með Northlayer DNS munt þú aldrei lenda í vandamálum þar sem að þú ert að fylgja kennsluefni og finnur ekki færslugerðina sem beðið er um.

Auðveld stjórnun

Þú getur auðveldlega og hæglega stjórnað öllum þínum lénum frá einum stað með Northlayer DNS stjórnborðinu. Það hleðst hratt og breytingar breiðast út hratt og örugglega.

Vilt þú hjálpa prófa kerfið?

DNS varan er enn ekki tilbúin, en þú getur hjálpað við þróun með því að gerast prufunotandi!

Logo

Northlayer er að koma með góða vefhönnun og ódýra hýsingu til Íslands. Við viljum bæta það sem má bæta og lækka reikninga þar sem þá má lækka.

© 2023 Northlayer ehf.

Ægisíðu 62,
107 Reykjavík

Kt. 660722-1140

VSK nr. 145748

Northlayer ehf er einkahlutafélag skráð á Íslandi. Félagið ber kennitölu 660722-1140 og er skráð fyrir virðisaukaskatti á VSK nr. 145748. Öll vörumerki birt á þessari síðu eru eign eigenda þeirra og birting þeirra á þessari vefsíðu samsvarar ekki stuðningi þeirra af hendi Northlayer ehf, dótturfélaga þess eða tengdra félaga.