Hýstu vefinn hér á öruggu Íslandi. Hvort sem að hann er sveigjanlegur eða fastur.
Hýstu í 'Tier 3' öruggu, og grænu umhverfi.
Vefhýsing Northlayer er sérbyggð fyrir tvær gerðir vefa; fastir vefir og sveigjanlegir vefir. Fastir vefir eru venjulega nokkuð litlir vefir og eru oftast skrifaðir með HTML skjölum einum ásamt CSS og JavaScript til að bæta upplifunina. Þeir fá nafn sitt á Íslensku frá enska heitinu “static website” sem þýðir einfaldlega að innihaldsefnið er ekki breytanlegt fyrir utan það að breyta HTML skjölunum beint. Sveigjanlegir vefir á hinn boginn eru oft stærri vefir sem smíðaðir eru í forritunarmálum, t.d. JavaScript eða PHP, og byggja HTML’ið eftir því sem notandinn biður um. Þessir vefir eru oft smíðaðir í vefumsjónarkerfum eins og WordPress eða Joomla, en kerfið Eplica er líka vinsælt hérlendis. Að þessu sögðu þá styður Northlayer allar gerðir vefa með cPanel vefhýsingu fyrir fasta vefi og sveigjanlega vefi gerða í PHP forritunarmálinu, en aðrir sveigjanlegir vefir (t.d. “veföpp” eða “vefforrit”) geta verið hýstir með vefforritshýsingu okkar sem er partur af vefhýsingar vörunni.
Vef- og forritshýsing Northlayer er rekin af vélbúnaði sem staðsettur er í atNorth ICE01, ‘Tier 3’, ISO27001 stöðluðu gagnaverinu í Hafnarfirði og lofar því hárri gráðu af öryggi fyrir viðskiptavini ásamt snöggum svartíma til Íslenskra notenda þökk sé staðsetningunni. Þessu að auki eru diskadrif okkar dulkóðuð þannig að ef að illgjarn aðili fær einhvernvegin aðgang að þeim þá er nærrum því ómögulegt að öðlast aðgang að gögnum viðskiptavina.
Að þessu sögðu þá trúir Northlayer á frjálsa tjáningu og lokar ekki fyrir vefi hýsta hjá sér nema að lög- eða öryggisbrot hafi verið framin. Þetta þýðir heldur ekki að Northlayer skjóli fólki frá afleiðingum, Northlayer krefst að réttar reiknings- og innheimtuupplýsingar séu gefnar upp við gerð reiknings og gefur Íslenskri lögreglu aðgang að upplýsingum þegar boð um þau berast, ásamt því að hlýða leitarheimildum og slíku lútandi því að þær séu undirritaðar af Íslenskum dómstólum.
Hentar vefum af öllum stærðum
Enginn vefur er of stór fyrir okkur. Stór sem smár, við getum hýst og fundið lausnir á öllum vandamálum. Teymið okkar er reynt í að sjósetja allskyns vefi og veit hvar málamiðlanir má gera og hvar ekki.
Fjölbreytt og öflug aukaþjónusta
Við bjóðum ýmsa aukaþjónustu með vefhýsingu okkar, svo sem MySQL gagnagrunna, pósthýsingu, frí SSL skilríki, DDoS árásarvörn, og fleira.
Innifalið internet
Viðskiptavinir okkar fyrir vehýsingu borga ekkert aukalega fyrir internet. Allur kostnaður á okkar hlið er innifalinn í verði og þarf aldrei að rukka fyrir aukanotkun.
Örugg þjónusta
Gögnin þín eru hýst í ISO27001 vottuðu, 'tier 3' gangaveri, á dulkóðuðu diskadrifi með hátt stig af netöryggi, ss. aðgangsstýringu fyrir hýsingarvélina og DDoS árásarvörn.
Hafðu samband og fáðu tilboð í þjónustu. Við bítum ekki!
Northlayer er að koma með góða vefhönnun og ódýra hýsingu til Íslands. Við viljum bæta það sem má bæta og lækka reikninga þar sem þá má lækka.
© 2023 Northlayer ehf.
Ægisíðu 62,
107 Reykjavík
Kt. 660722-1140
VSK nr. 145748
Vörur & þjónusta
Mikið skoðaðar bloggfærslur
Northlayer ehf er einkahlutafélag skráð á Íslandi. Félagið ber kennitölu 660722-1140 og er skráð fyrir virðisaukaskatti á VSK nr. 145748. Öll vörumerki birt á þessari síðu eru eign eigenda þeirra og birting þeirra á þessari vefsíðu samsvarar ekki stuðningi þeirra af hendi Northlayer ehf, dótturfélaga þess eða tengdra félaga.