Íslenskir sýndarþjónar

Ódýr, minni útgáfa á netþjónaleigu (vServer).

Hýstu hvað sem er á Northlayer vServer

Fullkomið fyrir forrit stór sem smá. Einfaldlega stækkaðu þinn sýndarþjón þegar þú þarft meira.

Sýndarþjónar eru góður grunnur sem getur verið stór eða smár og er alveg skalanlegur eftir þörf á stuttum tíma. Þjónarnir eru hýstir í gagnaversaðstöðu okkar í Hafnafirði með sprettihröðum tengingum í miðborgina, um allt land og alheiminn. Á sýndarvélunum fæst t.d. eftirfarandi:

  • 1-16 vCores (Sýndarkjarnar) á hvern þjón
  • 1-128GB DDR4 ECC skráð vinnsluminni
  • 6 eða 12Gbps diskhraða RAID-10 SSD
  • 0-8TB SSD geymslupláss
  • 30-330TB á 1Gbps nettengingu

Hægt er að hýsa næstum hvað sem er á sýndarþjónum vegna þess hversu skalanlegir þeir eru. Smá álög komast oft á þjóna með minna en 4GB af vinnsluminni og 1-2 sýndarörgjörva, en þegar að þau verða álagsmeiri og krefjast meira til þess að keyra vandræðalaust þá má einfaldlega stækka þjóninn. Vinnsluminni og sýndarörgjörvafjöldi hækka saman en það má ráða hversu mikið diskapláss maður þarfnast og nethraði er einnig uppfæranlegur.

Sýndarþjónar, eins og aðrar vörur Northlayer, eru með gangaöryggið í botni, enda reknir af búnaði með diskadrifsdulkóðun, raid-10 endurspeglun, og staðsettir í atNorth ICE01 ISO27001 vottuðu, 'Tier 3' gagnaverinu. Öllu rafmagni í gagnaverinu er dreift með A+B offramboði.

Northlayer er alíslenskt fyrirtæki með höfuðstöðvar í Reykjavík. Við erum heppin að getað notað ódýru & grænu orkuna sem landið okkar býður upp á til þess að bjóða ódýra þjónustu fyrir vinnuöfl sem krefjast mikils rafmagns fyrir há afköst.

atNorth gagnaverin hafa að bjóða skilvirkniskor fyrir orkunotkun (PUEs) af 1.19 eða lægra sem er einstaklega lágt. atNorth er treyst af mörgum stærstu fyrirtækjum landsins og ýmsum ríkisstofnunum til að keyra starfssemi þeirra, þess vegna erum við hjá Northlayer stoltir af því að hafa valið atNorth sem samstarfsaðila okkar í gagnaverum.

Skalanlegur valkostur fyrir þinn rekstur

Kjarnavaran okkar

Selt í litlum bútum

Ef þú ert ekki viss um hversu öfluga þjóna þú þarft þá er upplagt að nota sýndarþjón sem þökk sé þess að vera seldir í bútum geta stækkað og minnkað eftir þörfum.

Öflug aukaþjónusta

Þökk sé þess að vera hýstir á stærri, raunverulegum þjóni, koma allir sýndarþjónar með aukaþjónustu eins og 'cloud' eldveggi og öryggisafritum.

Innifalið internet & rafmagn

Þú borgar ekkert fyrir fyrstu 30TB af internetumferð sem þú notar, og rafmagn er innifalið. Umferð mæld eftir fyrstu 30TB er svo rukkuð sér.

Auðveld stjórnun

Við veitum þér öflugt vServer stjórnborð sem gerir þér kleift að stjórna öllum hliðum sýndarþjónsins þíns að heiman eða úr skrifstofunni.

Hefurðu áhuga?

Hafðu samband og fáðu tilboð í þjónustu. Við bítum ekki!

Logo

Northlayer er að koma með góða vefhönnun og ódýra hýsingu til Íslands. Við viljum bæta það sem má bæta og lækka reikninga þar sem þá má lækka.

© 2023 Northlayer ehf.

Ægisíðu 62,
107 Reykjavík

Kt. 660722-1140

VSK nr. 145748

Northlayer ehf er einkahlutafélag skráð á Íslandi. Félagið ber kennitölu 660722-1140 og er skráð fyrir virðisaukaskatti á VSK nr. 145748. Öll vörumerki birt á þessari síðu eru eign eigenda þeirra og birting þeirra á þessari vefsíðu samsvarar ekki stuðningi þeirra af hendi Northlayer ehf, dótturfélaga þess eða tengdra félaga.