Komdu í 'Tier 3' öruggt, grænt umhverfi.
Búnaðarhýsing Northlayer er staðsett í atNorth ICE01 gagnaverinu í Hafnarfirði. Við erum í 'tier 3' flokkaða partinum af byggingunni en gagnaverið stenst einnig ISO27001 stöðlun. Þessi þjónusta okkar býður viðskiptavinum 'per-the-U' búnaðarhýsingu fyrir bæði stakann og margvíslegann búnað. Allt pláss kemur með inniföldum IP flutningi ásamt rafmagni, en netblandan okkar skiptist í:
Northlayer er alíslenskt fyrirtæki með höfuðstöðvar í Reykjavík. Við erum heppin að getað notað ódýru & grænu orkuna sem landið okkar býður upp á til þess að bjóða ódýra þjónustu fyrir vinnuöfl sem krefjast mikils rafmagns fyrir há afköst.
atNorth gagnaverin hafa að bjóða skilvirkniskor fyrir orkunotkun (PUEs) af 1.19 eða lægra sem er einstaklega lágt. atNorth er treyst af mörgum stærstu fyrirtækjum landsins og ýmsum ríkisstofnunum til að keyra starfssemi þeirra, þess vegna erum við hjá Northlayer stoltir af því að hafa valið atNorth sem samstarfsaðila okkar í gagnaverum.
'Per-the-u'
Ekki allir þurfa heilann skáp eins og við. Þess vegna bjóðum við einstakar einingar til leigu á lægri verðum en heill skápur fyrir sérhannaðar uppsetningar.
Heilir/hálfir skápar í boði
Gagnaver krefjast oft langra samninga sem hentar ekki öllum kúnnum, við leysum þetta með því að hafa marga skápa á leigu sem eru svo leigðir til kúnna í styttri tíma.
Innifalið internet & rafmagn
Fjölbreytta IP flutningsblandan okkar gerir okkur kleyft að selja kúnnum okkar hágæða & áreiðanlega internettengingu á lágum verðum.
Fjarlægar hendur
Okkar tæknimenn hafa 24/7 aðgang að gagnaverinu og geta því gert ýmis verkefni fyrir þig á hvaða tíma dags með stuttum fyrirvara.
Hafðu samband og fáðu tilboð í þjónustu. Við bítum ekki!
Northlayer er að koma með góða vefhönnun og ódýra hýsingu til Íslands. Við viljum bæta það sem má bæta og lækka reikninga þar sem þá má lækka.
© 2023 Northlayer ehf.
Ægisíðu 62,
107 Reykjavík
Kt. 660722-1140
VSK nr. 145748
Vörur & þjónusta
Mikið skoðaðar bloggfærslur
Northlayer ehf er einkahlutafélag skráð á Íslandi. Félagið ber kennitölu 660722-1140 og er skráð fyrir virðisaukaskatti á VSK nr. 145748. Öll vörumerki birt á þessari síðu eru eign eigenda þeirra og birting þeirra á þessari vefsíðu samsvarar ekki stuðningi þeirra af hendi Northlayer ehf, dótturfélaga þess eða tengdra félaga.