Saga okkar

Við komum af hógværri byrjun.

Stofnun félagsins

Þann 25. júli 2022 var Northlayer ehf stofnað, fyrirtækið var upprunalega hugmynd þeirra Kjartans Hrafnkelssonar og Leifs Steins Gunnarssonar um Íslenskt hýsingarfyrirtæki sem sérhæfði sig í ‘Big bandwidth’ eða háum bandbreiddstengingum á alþjóðlega lágum verðum. Ekki fyrr en þeir tveir byrjuðu að vinna undir Bjarna Rúnari Heimissyni fyrir Reiknistofu Fiskmarkaðana RSF fór verkefnið að komast á framfæri, Bjarna leist vel á hugmyndina og vildi fjármagna fyrstu skref fyrirtækisins. Frá því varð félagið stofnað á Ægisíðu 62, með hýsingaraðstöðu í Hafnarfirði. Enn eru Leifur Steinn (núverandi framkvæmdastjóri) og Kjartan (núverandi rekstrarstjóri) í stjórn félagsins.

Fyrstu skrefin

Rétt eftir stofnun kom Arnór Freyr G. Breiðfjörð til starfa félagsins sem sviðsstjóri fyrirtækjalausna, með hans aðstoð fann Northlayer sína fyrstu kúnna. Að fyrstu var fyrirtækið fókuserað í vefþróunarlausnum en smátt og smátt byrjaði hýsingin að blómstra.

Hvar við erum í dag

Í dag er Northlayer brautryðjandi fyrirtæki í hýsingum hér á landi, með ódýrustu þjónustu sem finnst á þessu fagra fróni. Fyrirtækið þjónustar og hýsir verkefni eins og Ísland Áður Fyrr (IAF.is) og TraceabilIT og fyrirtæki eins og HostEZ (HostEZ.io).

Hvað á til með að koma

Næstu verkefni Northlayer er að færa skrifstofu aðstöðu okkar í stærra hús á betri stað til þess að geta þjónustað kúnna lengra með deginum, bæta við 10Gbps internet tengingu frá Arelion (Telia Carrier), og koma netvarnaraðstöðu (DDoS Protection) til Íslands..

Logo

Northlayer er að koma með góða vefhönnun og ódýra hýsingu til Íslands. Við viljum bæta það sem má bæta og lækka reikninga þar sem þá má lækka.

© 2023 Northlayer ehf.

Ægisíðu 62,
107 Reykjavík

Kt. 660722-1140

VSK nr. 145748

Northlayer ehf er einkahlutafélag skráð á Íslandi. Félagið ber kennitölu 660722-1140 og er skráð fyrir virðisaukaskatti á VSK nr. 145748. Öll vörumerki birt á þessari síðu eru eign eigenda þeirra og birting þeirra á þessari vefsíðu samsvarar ekki stuðningi þeirra af hendi Northlayer ehf, dótturfélaga þess eða tengdra félaga.